Það má alltaf finna ljós í myrkri

Tuesday, July 10, 2007

Sjálfsögð réttindi


Ég hef rétt til að...
  • segja nei
  • gefa sjálfri mér tíma þegar ég þarf á að halda
  • vera elskuð sem sú manneskja sem ég er
  • vera stundum sjálfselsk
  • mynda mínar eigin skoðanir og láta þær í ljós
  • taka sjálf ákvarðanir sem varða líf mitt
  • komið sé fram við mig af virðingu
  • gráta
  • vera reið og sýna það
  • vera kjánalega
  • gera mistök
  • vera afbrýðisöm
  • biðja um hjálp þegar ég þarf hana
  • vera ástríðufull
  • vera forvitin
  • láta aðra vita þegar mér líður vel og þegar mér líður illa
  • vera stundum pirruð. (Horfin inn í heim átröskunar)

Knús á ykkur öll.... :)

Thursday, May 17, 2007

Pæling um fátækt

Allir eru mikilvægir. Allir skipta máli. Þú, ég og allir hinir. Bæði ríkir, fátækir, litlir, stórir, feitir og grannir. Fátækt og götufólk er eitthvað sem er ofarlega í huga okkar. Hvar er stoltið? Hvar er vonin og hvar er sjálfsbjargarviðleitnin? Hversu langt er maður leiddur þegar maður sest á götuna og biður um pening. Er þetta nauðsinlegt?

Við rákumst á nokkrar tegundir af fátækt í Osló. En spurningin er, er það allt fátækt?

Maður lá sofandi á götunni í nýlegum bláum gallabuxum, snyrtilegum jakka, merkjaskóm og með íþróttabakpoka. Hann var ekki sóðalegur. Bara eins og ég og þú. Heilbrigður virtist hann en reyndi að bera sig illa.

Annarstaðar var eldri kona í rifnum og mjög sjúskuðum fötum ef föt mætti kalla. Þarna sat hún með allar sínar eigur á litlum vagni. Hún var svo skítug, svo vannærð og virtist eiga svo óendanlega erfitt. Maður sá að þetta var ekta. Svona á enginn að þurfa að búa eða lifa.

Annar maður sat á götuhorni. Jú fátækur var hann vissulega og átti ábyggilega ekki mikið. Þa'ð skondna var að þegar hann sá að einhver leit á hann, þóttist hann þurrka tárin úr andlitinu. Þegar hann tók ekki eftir því að einhver horfði var allt í lagi með hann, hann bara sat og horfði á lífið í kring. Leikinn endurtók hann svo hvað eftir annað.

Auðvitað á maður ekki að dæma eftir útlitinu. Kannski er ekki rétt að dæma eftir því hver er fátækastur og eigi mest erfitt. En maður gerir það samt. Hvers vegna ekki að gera eitthvað í sínum málum? Líklega er þó auðvelt að að segja hvernig maður sjálfur myndi fara að í þessum sporum. Ef maður hefði kannski á einhvern hátt klúðrar broti af lífi sínu sem endaði þannig að við værum á götunni, væri ekki málið að halda samt áfram? Ekki gefast upp og leggjast svo lágt að "sætta sig við" að liggja á götunni í eymd sinni og betla. Því ekki að standa upp og gera sitt besta. Leita sér að vinnu og reyna eftir mesta megni að koma sér af götunni. Það er ekki endilega auðvelt en það er þess virði að reyna ef maður mögulega getur.

Líklega finnst þó mörgum sem enda á götunni þeir vera dæmdir úr leik. Hafa gefist upp á öllu, lífinu og sjálfum sér.

Eitt sinn á götunni - ávallt á götunni? Vonandi ekki.

Helga og Valborg - saman í sveitinni :)

Sunday, April 15, 2007

Fegurð

Hæ hó allir saman.
Hér kemur fyrsta gáfubloggið mitt.

Það er svo ótrúlega mikið til af asnalegum auglýsingum, pæli ótrúlega oft í því og það eru svo margar auglýsingar sem fara ótrúlega í taugarnar á mér, eins og t.d. vanish þvottaefnisauglýsinguna þar sem konan dýfir grárri skyrtu í þvottaefnið og tekur hana hvíta upp, alveg glatað og önnur verri, coke zero auglýsingin, finnst hún alveg ömurleg. En ég ætla nú samt bara að skrifa aðeins um auglýsingar um fegurð.

Tískuföt, tískuskór, maskari sem lengir og þykkir augnhárin, varalitur sem endist tímunum saman, krem sem eyðir pokum undir augum, krem sem gerir húðina stinnari, krem sem hægir á öldrun húðarinnar eða sem heldur þér ungri miklu lengur, engar hrukkur, hárlitur, sjampó sem gerir hárið mjúkt, slétt, krullað, líflegt, glansandi, ilmandi og ég veit ekki hvað… Og svo förum við í litun og plokkun, sumir í sársaukafulla vaxmeðferð, fótleggir, læri, bikini eða brasilískt vax…ái!!

Markhópurinn er konur sem þrá að líta út eins og flottu módelin í auglýsingunum, þessar fallegu, líflegu konur með fullkomna húð og sítt glansandi hár, fullkomnar í vextinum í nýjustu tískufötum og skóm. Þær líta út fyrir að vera svo sjálfsöruggar og hamingjusamar, hafa allt sem konur þrá. Og auðvitað hljóta þær líka að eiga myndarlegustu mennina, stærstu húsin og mesta peninginn.
Ég held að það hugsi ansi margir eitthvað líkt þessu. Konur sem eru óöruggar sjá einhverja svona auglýsingu og fyllast af skömm og fyrirlitningu á sjálfum sér og öfunda módel sem eru förðuð og klippt til, og í mörgum tilfellum eru þessar fullkomnu gellur í auglýsingum búin til úr nokkrum konum, tekin fallegustu augun, kynþokkafyllstu varirnar, flottasti líkaminn og hann svo klipptur til og hárið kannski litað og fleira sem hægt er að gera í tölvu.
Út í hvað er þetta komið?!

Ákveðnar auglýsingar beinast svo að aldri kvenna. Tvítugar konur farnar að nota hrukkukrem því þær hræðast að líta ellilega út. En af hverju þarf það að vera slæmt? Af hverju þarf að leyna aldri í staðinn fyrir að fagna honum og lifa bara lífinu og vera ánægður með sig? Um leið og eitt grátt hár finnst á konu sem er kannski á miðjum aldri fer hún og lætur lita það. Hvar værum við ef hárlitir væru ekki til? Væru allir ljótir?? Og ef ekki væru maskarar, meik, augnskuggar og krem og hitt og þetta, gætum við samt ekki alveg verið hamingjusöm? Það held ég nú! Það er þessi þrýstingur, sú hugmynd um að þetta sé flott og æskilegt, sem gerir það að verkum að við eltumst við þetta.


Af hverju ætli það sé að maður finnur alltaf eitthvað sem maður vildi breyta við útlitið? Það er svo fáránlegt. Þeir sem eru með slétt hár vilja liðað og þeir sem eru með liðað vilja slétt. Minni mjaðmir, meira mitti, stærri brjóst, öðruvísi rass, minni læri, flottari magavöðva og svo miklu meira. Það er alltaf eitthvað. Pælið í því hvað allt væri þæginlegt ef við hefðum engar áhyggjur af þessu!

Jæja, nóg í bili um hneykslun mína á þessu öllu saman.
Hafið það gott og njótið lífsins, hvers dags, hvers klukkutíma alveg í botn!
Og munið að fegurðin sem skiptir öllu máli er innri fegurð!

Helga.

Friday, April 06, 2007

Þreytumst ekki að gjöra gott



Fólk er oft sjálfselskt, óskiljanlegt, ótryggt
-fyrirgefðu því samt.
Ef þú ert örlátur muntu ef til vill verða ásakaður
um sjálfselsku
-vertu samt örlátur.

Ef þér vegnar vel muntu eignast falska vini og
sanna óvini, leitastu samt við að vegna vel.
Ef þú ert heiðarlegur og hreinskiptinn þá mun
fólk ef til vill notfæra sér þig
-vertu samt heiðarlegur og hreinskiptinn.

Það sem þú hefur eytt árum í að byggja upp
mun einhver ef til vill eyðileggja á einni nóttu
-byggðu samt.
Ef þú finnur frið og hamingju verður einhver ef
til vill öfundsjúkur
-vertu samt hamingjusamur.
Það góða sem þú gerir í dag verður ef til vill
gleymt á morgun
-gerðu samt góðverk í dag.

Gefðu heiminum það besta sem þú getur, og
það nær áreiðanlega skammt
-gefðu samt það besta sem þú getur.

Því þegar allt kemur til alls þá er þetta allt milli
þín og Guðs.
-það var aldrei milli þín og hinna.

(Móðir Teresa)