Það má alltaf finna ljós í myrkri

Friday, April 06, 2007

Þreytumst ekki að gjöra gott



Fólk er oft sjálfselskt, óskiljanlegt, ótryggt
-fyrirgefðu því samt.
Ef þú ert örlátur muntu ef til vill verða ásakaður
um sjálfselsku
-vertu samt örlátur.

Ef þér vegnar vel muntu eignast falska vini og
sanna óvini, leitastu samt við að vegna vel.
Ef þú ert heiðarlegur og hreinskiptinn þá mun
fólk ef til vill notfæra sér þig
-vertu samt heiðarlegur og hreinskiptinn.

Það sem þú hefur eytt árum í að byggja upp
mun einhver ef til vill eyðileggja á einni nóttu
-byggðu samt.
Ef þú finnur frið og hamingju verður einhver ef
til vill öfundsjúkur
-vertu samt hamingjusamur.
Það góða sem þú gerir í dag verður ef til vill
gleymt á morgun
-gerðu samt góðverk í dag.

Gefðu heiminum það besta sem þú getur, og
það nær áreiðanlega skammt
-gefðu samt það besta sem þú getur.

Því þegar allt kemur til alls þá er þetta allt milli
þín og Guðs.
-það var aldrei milli þín og hinna.

(Móðir Teresa)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home