Sjálfsögð réttindi
Ég hef rétt til að...
- segja nei
- gefa sjálfri mér tíma þegar ég þarf á að halda
- vera elskuð sem sú manneskja sem ég er
- vera stundum sjálfselsk
- mynda mínar eigin skoðanir og láta þær í ljós
- taka sjálf ákvarðanir sem varða líf mitt
- komið sé fram við mig af virðingu
- gráta
- vera reið og sýna það
- vera kjánalega
- gera mistök
- vera afbrýðisöm
- biðja um hjálp þegar ég þarf hana
- vera ástríðufull
- vera forvitin
- láta aðra vita þegar mér líður vel og þegar mér líður illa
- vera stundum pirruð. (Horfin inn í heim átröskunar)
Knús á ykkur öll.... :)
2 Comments:
Já, maður hefur rétt á ýmsu :). Ég hef því miður ekki verið nógu duglegur að líta á síðuna hjá ykkur, en kannski maður taki sig á :). Væri gaman að sjá nýja færslu ;)
By Anonymous, at 6:04 PM
Hehe já það væri gaman að sjá nýja færlsu hér! Verst að við ákváðum að hafa þetta gáfublogg héðan í frá og höfum því miður alltof sjaldan eitthvað gáfulegt fram að færa. En hver veit nema það detti eitthvað hér inn von bráðar ;)
By Anonymous, at 4:46 PM
Post a Comment
<< Home