Fegurð
Hæ hó allir saman.
Hér kemur fyrsta gáfubloggið mitt.
Það er svo ótrúlega mikið til af asnalegum auglýsingum, pæli ótrúlega oft í því og það eru svo margar auglýsingar sem fara ótrúlega í taugarnar á mér, eins og t.d. vanish þvottaefnisauglýsinguna þar sem konan dýfir grárri skyrtu í þvottaefnið og tekur hana hvíta upp, alveg glatað og önnur verri, coke zero auglýsingin, finnst hún alveg ömurleg. En ég ætla nú samt bara að skrifa aðeins um auglýsingar um fegurð.
Tískuföt, tískuskór, maskari sem lengir og þykkir augnhárin, varalitur sem endist tímunum saman, krem sem eyðir pokum undir augum, krem sem gerir húðina stinnari, krem sem hægir á öldrun húðarinnar eða sem heldur þér ungri miklu lengur, engar hrukkur, hárlitur, sjampó sem gerir hárið mjúkt, slétt, krullað, líflegt, glansandi, ilmandi og ég veit ekki hvað… Og svo förum við í litun og plokkun, sumir í sársaukafulla vaxmeðferð, fótleggir, læri, bikini eða brasilískt vax…ái!!
Markhópurinn er konur sem þrá að líta út eins og flottu módelin í auglýsingunum, þessar fallegu, líflegu konur með fullkomna húð og sítt glansandi hár, fullkomnar í vextinum í nýjustu tískufötum og skóm. Þær líta út fyrir að vera svo sjálfsöruggar og hamingjusamar, hafa allt sem konur þrá. Og auðvitað hljóta þær líka að eiga myndarlegustu mennina, stærstu húsin og mesta peninginn.
Ég held að það hugsi ansi margir eitthvað líkt þessu. Konur sem eru óöruggar sjá einhverja svona auglýsingu og fyllast af skömm og fyrirlitningu á sjálfum sér og öfunda módel sem eru förðuð og klippt til, og í mörgum tilfellum eru þessar fullkomnu gellur í auglýsingum búin til úr nokkrum konum, tekin fallegustu augun, kynþokkafyllstu varirnar, flottasti líkaminn og hann svo klipptur til og hárið kannski litað og fleira sem hægt er að gera í tölvu.
Út í hvað er þetta komið?!
Ákveðnar auglýsingar beinast svo að aldri kvenna. Tvítugar konur farnar að nota hrukkukrem því þær hræðast að líta ellilega út. En af hverju þarf það að vera slæmt? Af hverju þarf að leyna aldri í staðinn fyrir að fagna honum og lifa bara lífinu og vera ánægður með sig? Um leið og eitt grátt hár finnst á konu sem er kannski á miðjum aldri fer hún og lætur lita það. Hvar værum við ef hárlitir væru ekki til? Væru allir ljótir?? Og ef ekki væru maskarar, meik, augnskuggar og krem og hitt og þetta, gætum við samt ekki alveg verið hamingjusöm? Það held ég nú! Það er þessi þrýstingur, sú hugmynd um að þetta sé flott og æskilegt, sem gerir það að verkum að við eltumst við þetta.
Af hverju ætli það sé að maður finnur alltaf eitthvað sem maður vildi breyta við útlitið? Það er svo fáránlegt. Þeir sem eru með slétt hár vilja liðað og þeir sem eru með liðað vilja slétt. Minni mjaðmir, meira mitti, stærri brjóst, öðruvísi rass, minni læri, flottari magavöðva og svo miklu meira. Það er alltaf eitthvað. Pælið í því hvað allt væri þæginlegt ef við hefðum engar áhyggjur af þessu!
Jæja, nóg í bili um hneykslun mína á þessu öllu saman.
Hafið það gott og njótið lífsins, hvers dags, hvers klukkutíma alveg í botn!
Og munið að fegurðin sem skiptir öllu máli er innri fegurð!
Helga.
Hér kemur fyrsta gáfubloggið mitt.
Það er svo ótrúlega mikið til af asnalegum auglýsingum, pæli ótrúlega oft í því og það eru svo margar auglýsingar sem fara ótrúlega í taugarnar á mér, eins og t.d. vanish þvottaefnisauglýsinguna þar sem konan dýfir grárri skyrtu í þvottaefnið og tekur hana hvíta upp, alveg glatað og önnur verri, coke zero auglýsingin, finnst hún alveg ömurleg. En ég ætla nú samt bara að skrifa aðeins um auglýsingar um fegurð.
Tískuföt, tískuskór, maskari sem lengir og þykkir augnhárin, varalitur sem endist tímunum saman, krem sem eyðir pokum undir augum, krem sem gerir húðina stinnari, krem sem hægir á öldrun húðarinnar eða sem heldur þér ungri miklu lengur, engar hrukkur, hárlitur, sjampó sem gerir hárið mjúkt, slétt, krullað, líflegt, glansandi, ilmandi og ég veit ekki hvað… Og svo förum við í litun og plokkun, sumir í sársaukafulla vaxmeðferð, fótleggir, læri, bikini eða brasilískt vax…ái!!
Markhópurinn er konur sem þrá að líta út eins og flottu módelin í auglýsingunum, þessar fallegu, líflegu konur með fullkomna húð og sítt glansandi hár, fullkomnar í vextinum í nýjustu tískufötum og skóm. Þær líta út fyrir að vera svo sjálfsöruggar og hamingjusamar, hafa allt sem konur þrá. Og auðvitað hljóta þær líka að eiga myndarlegustu mennina, stærstu húsin og mesta peninginn.
Ég held að það hugsi ansi margir eitthvað líkt þessu. Konur sem eru óöruggar sjá einhverja svona auglýsingu og fyllast af skömm og fyrirlitningu á sjálfum sér og öfunda módel sem eru förðuð og klippt til, og í mörgum tilfellum eru þessar fullkomnu gellur í auglýsingum búin til úr nokkrum konum, tekin fallegustu augun, kynþokkafyllstu varirnar, flottasti líkaminn og hann svo klipptur til og hárið kannski litað og fleira sem hægt er að gera í tölvu.
Út í hvað er þetta komið?!
Ákveðnar auglýsingar beinast svo að aldri kvenna. Tvítugar konur farnar að nota hrukkukrem því þær hræðast að líta ellilega út. En af hverju þarf það að vera slæmt? Af hverju þarf að leyna aldri í staðinn fyrir að fagna honum og lifa bara lífinu og vera ánægður með sig? Um leið og eitt grátt hár finnst á konu sem er kannski á miðjum aldri fer hún og lætur lita það. Hvar værum við ef hárlitir væru ekki til? Væru allir ljótir?? Og ef ekki væru maskarar, meik, augnskuggar og krem og hitt og þetta, gætum við samt ekki alveg verið hamingjusöm? Það held ég nú! Það er þessi þrýstingur, sú hugmynd um að þetta sé flott og æskilegt, sem gerir það að verkum að við eltumst við þetta.
Af hverju ætli það sé að maður finnur alltaf eitthvað sem maður vildi breyta við útlitið? Það er svo fáránlegt. Þeir sem eru með slétt hár vilja liðað og þeir sem eru með liðað vilja slétt. Minni mjaðmir, meira mitti, stærri brjóst, öðruvísi rass, minni læri, flottari magavöðva og svo miklu meira. Það er alltaf eitthvað. Pælið í því hvað allt væri þæginlegt ef við hefðum engar áhyggjur af þessu!
Jæja, nóg í bili um hneykslun mína á þessu öllu saman.
Hafið það gott og njótið lífsins, hvers dags, hvers klukkutíma alveg í botn!
Og munið að fegurðin sem skiptir öllu máli er innri fegurð!
Helga.
5 Comments:
Þú ert snillingur :) Svo reyndiru að telja mér trú um að þú gætir ekki bloggað. Þetta var nú bara mjög skemmtileg lesning og vá svo satt og rétt, vitanlega!
Sátt við útlitið og innrætið eins og það er, er það ekki markmiðið?
By Anonymous, at 2:54 PM
Glæsilegt ...mikið til í þessu.
Hafðu það sem best.
Kveðja Svava.
By Anonymous, at 4:04 AM
Takk :) Það eru örugglega flestir sammála um að markmiðið ætti að vera að vera sáttur við sig, útlit og innræti. Samt eru það ekki mjög margir. Ég hneykslast á þessari útlitsdýrkun en fór samt í fyrradag og keypti mér nýtt andlitskrem, alveg svakalega gott. ;)
By Anonymous, at 6:28 AM
Hehe já auðvitað! Við verðum nú að gera allt fyrir húðina.. kannski þú prófir appelsínusafa næst!
By Anonymous, at 6:53 AM
hæ hæ...takk fyrir síðast!
Las bloggið og það er mikið til í þessu!
En já, langaði bara að kasta smá kveðju á þig;)
By Anonymous, at 6:32 PM
Post a Comment
<< Home